Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands 2021 verður haldinn mánudaginn 26. apríl næstkomandi í húsi félagsins að Síðumúla 1 í Reykjavík. Að sjálfsögðu verður ávallt miðað við þær sóttvarnarreglur sem þá verða í gildi og er þetta því birt með fyrirvara um þær.
Fræðsluerindi um þátttöku almennings í garðrækt, umhverfisvernd og endurvinnslu
Minnt er á aðalfund Garðyrkjufélags Íslands á miðvikudagskvöldið 27. maí, kl. 19:30 í húsi félagsins í Síðumúla 1.
Aðalfundardagskráin sjálf verður hefðbundin (venjuleg aðalfundarstörf, kjör stjórnar og annarra trúnaðarmanna) en í lokin verður fjallað um stórt verkefni sem félagið er að vinna að í félagi við nokkrar deildir sínar út um land. Málshefjandi verður Sveinn Þorgrímsson verkfræðingur, stjórnarmaður í GÍ.
Þetta verkefni snýr að aukinni þátttöku almennings í garðrækt, umhverfisvernd og endurvinnslu. Áhersla er lögð á að tengja garðrækt við hringrásarhagkerfið og sjálfbæra þróun. Verkefnið nýtur stuðnings Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Byggt er á sérstöðu félagsins sem er grasrótarhreyfing um ræktun, með vísan til þess grunnstarfs sem fer fram um land allt með ræktun garð- og matjurta, almennri garðrækt, trjá- og skógrækt og hvers konar yndisræktun sem almenningur hefur fundið innri þörf til að sinna af alúð og kostgæfni. Tilgangurinn er að styrkja grasrót almennings sem fyrst og fremst styður við umhverfis- og loftslagsmál af lítillæti.
Fjórar deildir Garðyrkjufélagsins taka þátt í verkefninu – þ.e. deildirnar á Fljótsdalshéraði, í Reykjanesbæ, Fjallabyggð (Ólafsfirði) og Skagafirði og hafa verið skipulagðir fundir/námskeið á þessum stöðum í byrjun júní.
Minnt er á að frá og með mánudegi 25. maí mega allt að 200 manns koma saman.
Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands 2020 verður haldinn kl. 20 miðvikudaginn 27. maí næstkomandi í sal félagsins að Síðumúla 1 í Reykjavík.
Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráherra mega allt að 200 manns koma saman í einu eftir 25. maí og skal gæta að ’tveggja metra reglunni’ eftir því sem við verður komið.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í kraftmiklu starfi félagsins.
Dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins:
Fundarsetning
Kosning fundarstjóra og ritara
Skýrsla stjórnar og starfsnefnda GÍ
Reikningar lagðir fram og skýrðir
Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga
Ákvörðun félagsgjalds
Lagðar fram tillögur um lagabreytingar
Lagðar fram tillögur til ályktunar aðalfundar
Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og ályktunartillögur
Kosning stjórnar, skoðunarmanna reikninga og starfsnefnda
Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands 2019 verður haldinn miðvikudaginn 15. maí kl. 19:30 í Síðumúla 1. Reykjavík Félagsleg virkni er forsenda öflugs félags og góð þátttaka í aðalfundum eflir lýðræðislega stjórnun og stefnumótunVið kosningu í aðalstjórn 2019 skal kjósa formann og tvo meðstjórnendur til tveggja ára, í varastjórn þrjá til eins árs. Úr stjórn eiga að ganga Pétur J. Jónasson, formaður, Karl Óskar Þráinsson gjaldkeri og Sveinn Þorgrímsson meðstjórnandi. Pétur og Karl Óskar gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu en Sveinn gefur kost á sér í stjórn félagsins. Í varastjórn eru Freyja Héðinsdóttir, Konráð Lúðvíksson og Sigríður Héðinsdóttir. Þau gefa öll kost á sér til áframhaldandi starfa við stjórnarstörf fyrir félagið. Félagar eru hvattir til að koma ábendinum til uppstillinganefndar eða gefa kost á sér í stjórn GÍ eða önnur embætti sem kosið er í skv. lögum félagsins. Vinsamlegast sendið ábendingar á netfangið: gardyrkjufelag@gardurinn.is
Lög Garðyrkjufélags Íslands (GÍ). Samþykkt á aðalfundi félagsins 26. apríl 2016
1.gr. Skilgreining á félaginu Félagið heitir Garðyrkjufélag Íslands og er félag áhugafólks um garðyrkju. Félagssvæði þess er landið allt og er starfsemin rekin á kennitölu Garðyrkjufélags Íslands. Heimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík.
2. gr. Hlutverk og markmið félagsins. Hlutverk Garðyrkjufélags Íslands er að: – efla, varðveita og miðla þekkingu á garðrækt, fegrun umhverfis og ræktunarmenningu um land allt. Markmið félagsins eru: – Að vera vettvangur félagsmanna til skoðanaskipta, skapandi samveru og miðlunar þekkingar meðal félagsmanna, ennfremur að bæta aðstöðu þeirra til að stunda áhugamál sitt. Að miðla til almennings þekkingu og reynslu í ræktun og fegrun umhverfis og stuðla með því að uppbyggingu fjölbreytts og fagurs gróðurríkis í byggðum landsins og nánasta umhverfi þeirra. – að stuðla að verndun og uppbyggingu skrúðgarða og áhugaverðra gróðurreita. Hvetja til stofnunar nýrra skrúðgarða í sem flestum sveitarfélögum. – að sameina krafta aðila við garðyrkju og ræktun til fegrunar í þéttbýli og nærumhverfi byggðar, og til aukinnar fræðslu og eflingar rannsókna sem tengjast hlutverki félagsins. – að leiða saman kynslóðir og vekja áhuga fólks á öllum aldri á ræktun og fegrun umhverfis. – að félagið sé sýnilegt og leiðandi afl í fræðslu um garðrækt, ræktunarmenningu og umhverfismál í þágu allra landsmanna. – Stjórn félagsins gerir starfsáætlanir um framkvæmd þessara markmiða fyrir komandi almanaksár og kynnir félagsmönnum á aðalfundi félagsins.
3. gr. Gildi félagsins Gildi félagsins eru: – Sköpunargleðisem fæst við mótun fjölbreyttra garðlanda og yndi af því að fylgjast með gróðri dafna. – Umhyggja fyrir gróðrinum, umhverfinu og félagslegri samveru. – Þrautseigja við að breiða út þekkingu á ræktun og stuðla að heilbrigðum lífsháttum. – Forvitni fyrir nýjum tegundum, yrkjum og kvæmi plantna og þróun aðferða við ræktun þeirra við íslenskar aðstæður.
4. gr. Félagsmenn 4.1 Félagsmenn geta allir orðið sem vilja vinna að markmiðum félagsins, þ.m.t. einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. 4.2. Árgjald er ákveðið á aðalfundi og gildir hvert almanaksár. Greiðsla þess er skilyrði aðildar. Hafi félagi ekki greitt félagsgjald þriggja undangenginna starfsára við árlega álagningu, skoðast það sem úrsögn úr félaginu. Garðyrkjuritið er sent til allra skuldlausra félaga. 4.3 Aðalfundur kýs heiðursfélaga að fengnum tillögum stjórnar. Heiðursfélagar halda félagslegum réttindum en eru undanþegnir félagsgjöldum.
5. gr. Deildir 5.1Félagsmenn geta stofnað með sér deildir innan sveitarfélaga eða á ákveðnum landsvæðum. 5.2Félagsmenn hverrar deildar setja starfsreglur hennar og kjósa stjórn á aðalfundi deildarinnar. 5.3 Til að stofna deild í GÍ þarf stjórn GÍ að hafa samþykkt stofnun og starfsreglur hennar. 5.4 Tíundi hluti félagsgjalda þeirra er tilheyra starfandi deild er lagður inn á sérstakan bókhaldsreikning hjá GÍ sem er merktur viðkomandi deild og er ætlað að styðja við félags- og fræðslustarf hennar. Við ákvörðun fjárhæðar tíundar skal stjórn GÍ miða við fjölda félaga viðkomandi deildar næstliðin áramót eða nota annað viðmið ef eðlilegra þykir miðað við aðstæður. 5.5 Deildum er heimilt að standa fyrir eigin fjáröflun, þó svo fremi að hún skarist ekki á við almenna fjáröflun GÍ. Stjórn GÍ hefur ákvörðunarvald um slík atriði ef skera þarf úr. 5.6 Deild getur ekki skuldbundið GÍ með nokkrum hætti en stjórn GÍ er skylt að fylgjast með störfum deilda og aðstoða þær eftir því sem tilefni gefast til. 5.7 Fyrir lok nóvember skal stjórn hverrar deildar senda stjórn GÍ skýrslu um starfsemi deildarinnar og starfs- og rekstraráætlun fyrir komandi almanaksár. 5.8 Stjórn GÍ getur, að eigin frumkvæði, boðað til aðalfundar einstakra deilda hafi slíkur fundur ekki verið haldinn síðustu tvö ár eða ef upplýsingar um starfsemi hafa ekki borist. 5.9 Stjórn GÍ er heimilt að boða formenn allra deilda til samráðsfunda.
6. gr Klúbbar 6.1 Innan GÍ geta starfað klúbbar um einstök áhugamál eða svið innan garðyrkjunnar. 6.2 Félagsmenn er áhuga hafa á að starfa í slíkum klúbbum, innan GÍ, skulu leggja fyrir stjórn GÍ upplýsingar um viðfangsefni eða starfssvið klúbbs, ásamt tillögu að skipulagsformi hans og reglum. Stofnun klúbbs, sem og starfsreglur, skulu ætíð hafa hlotið samþykki stjórnar GÍ. Allir félagsmenn í GÍ skulu eiga jafnan rétt á því að vera skráðir í viðkomandi klúbb og þátttöku í starfi hans. 6.3 Klúbbar geta ákveðið að leggja á klúbbsfélaga sérstakt félagsgjald vegna starfsemi sinnar sem innheimt er með almennu félagsgjaldi í GÍ. 6.4. Hafi klúbbur ákveðið að leggja sérstakt félagsgjald á meðlimi sína, skal stjórn hans ráðstafa gjaldinu til starfs á hans vegum í samræmi við skilgreind verkefni eða viðfangsefni klúbbsins samkvæmt þeim reglum, sem hann hefur sett sér og stjórn GÍ samþykkt. 6.5. Klúbbi er heimilt að standa fyrir eigin fjáröflun, þó svo fremi að hún skarist ekki á við almenna fjáröflun GÍ. Stjórn GÍ hefur ákvörðunarvald um slík atriði ef skera þarf úr. 6.6. Fyrirlok nóvember skal stjórn hvers klúbbs senda stjórn GÍ skýrslu um starfsemi klúbbsins og starfs– og rekstraráætlun fyrir komandi almanaksár. 6.7. Klúbbur getur ekki skuldbundið GÍ með nokkrum hætti. Ef klúbbur óskar eftir að standa fyrir eða að GÍ standi fyrir innflutningi á plöntum eða plöntuafurðum, gilda sérákvæði þessara laga þar um, ásamt því sem stjórn GÍ ákveður, m.a. í sérstökum reglum, sem stjórn GÍ er heimilt að setja. 6.8. Stjórn GÍ getur, að eigin frumkvæði, boðað til aðalfundar einstakra klúbba hafi slíkur fundur ekki verið haldinn síðustu tvö ár eða ef upplýsingar um starfsemi hafa ekki borist.
7. gr. Nefndir 7.1. Fastanefndir GÍ eru frænefnd og ritnefnd Garðyrkjuritsins. 7.2.Frænefnd er skipuð þremur félagsmönnum, sem kosnir eru árlega á aðalfundi GÍ Frænefndin skiptir sjálf með sér verkum. 7.3.Frænefnd ber ábyrgð á tegundavali fræja til dreifingar, hún tekur við frægjöfum og annast úthlutun til félagsmanna í GÍ. 7.4.Ritnefnd Garðyrkjuritsins skal skipuð fimm félagsmönnum, sem kosnir eru árlega á aðalfundi GÍ og skal ritstjóri kosinn sérstaklega úr þeim hópi. Að öðru leyti skiptir ritnefnd sjálf með sér verkum. 7.5. Í Garðyrkjuritinu skal birta starfsskýrslu stjórnar GÍ fyrir næstliðið almanaksár ásamt ágripi af starfsskýrslum deilda, klúbba og starfsnefnda GÍ. Að öðru leyti annast ritnefnd Garðyrkjuritsins um árlega útgáfu þess og ákveður efnisval og uppsetningu, sem og annast önnur verkefni þess vegna, m.a. prentun ritsins. Ritnefnd skal leitast við að hafa efni ritsins fjölbreytt með það í huga að það höfði til sem flestra félagsmanna í GÍ, jafnframt því að reynt sé að sinna almennri fræðslu um garðyrkju. 7.6. Starfsmaður GÍ, skipaður af stjórn, starfar með ritnefnd og veitir henni aðstoð eftir föngum.
8. gr. Innflutningur – áhættusjóður. 8.1. Stjórn GÍ skal setja sérstakar reglur um innflutning plantna og plöntuafurða. Þær skulu m.a. fjalla nánar umverkferla við ákvarðanir um innflutning, pantanir og greiðslur til seljenda, flutningsaðila o.s.frv. sem og hvaða kröfurséu gerðar um öryggi, m.a. á sviði heilbrigðis plantna, áhættu og önnur atriði er stjórn þykir að þurfi að liggja fyrirgagnvart öllum félagsmönnum GÍ. Einnig skal í þeim sérstöku reglum stjórnar ákveðið hvert áhættugjald skuli vera. 8.2.Við innflutning á plöntum eða plöntuafurðum skal lagt sérstakt gjald á hverja einingu, sem nefnist áhættugjald.Áhættugjaldið skal renna í sérstakan áhættusjóð GÍ og er því ætlað að standa undir afföllum og/eða öðru er upp kann að koma og tengist innflutningi á vegum GÍ eða í umboði þess.
9. gr. Aðalfundur Aðalfund skal halda ár hvert fyrir lok apríl. Rekstrarár félagsins er almanaksárið. Fundurinn er lögmætur sé hann tilkynntur á heimasíðu GÍ með minnst eins mánaðar fyrirvara. Fundarboð, dagskrá og tillögur stjórnar um breytingar á lögum skulu berast félögum með tryggum hætti og vera aðgengilegar á heimasíðu GÍ eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Leggja má tillögur um ályktanir fyrir aðalfund á fundinum sjálfum. Á fundum félagsins ræður afl atkvæða,nema lagabreytingar þurfa 2/3 hluta greiddra atkvæða. Dagskrá aðalfundar: 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra og ritara 3. Skýrsla stjórnar og starfsnefnda GÍ 4. Reikningar lagðir fram og skýrði 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga 6. Ákvörðun félagsgjalds 7. Lagðar fram tillögur um lagabreytinga 8. Lagðar fram tillögur til ályktunar aðalfundar 9. Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og ályktunartillögur 10.Kosning stjórnar, skoðunarmanna reikninga og starfsnefnda 11.Önnur mál
Stjórn félagsins er heimilt að boða til aukaaðalfundar telji hún þess þörf. Starfsskýrslu stjórnar skal birta ár hvert í Garðyrkjuritinu ásamt ágripi af starfsskýrslum deilda, klúbba og starfsnefnda GÍ.
10. gr. Skipun stjórnar og stjórnarkjör 10.1 Aðalfundur kýs stjórn félagsins sem og skoðunarmenn ársreikninga. 10.2 Stjórn skal skipuð fimm einstaklingum úr röðum félagsmanna, þ.e. formanni, varaformanni og þremur meðstjórnendum. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, þar með talið stöðu ritara. Stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára. Annað árið skal kjósa um formann og tvo meðstjórnendur, hitt árið skal kjósa um varaformann og einn meðstjórnanda. Vilji aðalmaður í stjórn hætta eða hann forfallast til lengri tíma skal kjósa aðalmann í hans stað á næsta aðalfundi fyrir þann tíma sem eftir er af kjörtímabili viðkomandi stjórnarmanns. 10.3. Þriggja manna varastjórn er kosin til eins árs í senn ásamt tveimur skoðunarmönnum ársreikninga og tveimur til vara. 10.4 Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn félagsins skulu senda formanni félagsins upplýsingar um framboð sitt að minnsta kosti 16 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar skulu kynnt í fundarboði aðalfundar. 10.5 Starfsmaður félagsins gegnir stöðu gjaldkera.
11. gr. Hlutverk stjórnar Stjórnin fer með öll mál félagsins milli aðalfunda, eftir þeim reglum og innan þeirra marka sem lög og aðalfundur setja. Stjórn félagsins ræður starfsmenn þess og setur þeim erindisbréf. Hún gætir eigna félagsins og sjóða sem kunna að vera í vörslu þess. Kaup og sala á fasteignum félagsins er bundin samþykkt aðalfundar.
12. gr. Slit á félaginu Komi fram tillaga þess efnis að slíta félaginu þarf að leggja hana fram á aðalfundi og skal þess fundarboði. Til að vísa tillögunni til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna þarf samþykki 2/3 hluta fundarmanna á aðalfundi. Jafnframt komi fram tillaga á aðalfundi um hvernig eigum félagsins skuli ráðstafað. Skal tillagan borin upp í allsherjaratkvæðagreiðslu um slit þess. Félaginu verður ekki slitið nema með samþykkt 2/3 hluta greiddra atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu.