Posted on

Aðalfundur GÍ 27. maí

Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands 2020 verður haldinn kl. 20 miðvikudaginn 27. maí næstkomandi í sal félagsins að Síðumúla 1 í Reykjavík.

    Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráherra mega allt að 200 manns koma saman í einu eftir 25. maí og skal gæta að ’tveggja metra reglunni’ eftir því sem við verður komið.

    Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í kraftmiklu starfi félagsins.

 

Dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins:

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjóra og ritara
  3. Skýrsla stjórnar og starfsnefnda GÍ 
  4. Reikningar lagðir fram og skýrðir
  5. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga
  6. Ákvörðun félagsgjalds
  7. Lagðar fram tillögur um lagabreytingar
  8. Lagðar fram tillögur til ályktunar aðalfundar
  9. Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og ályktunartillögur
  10. Kosning stjórnar, skoðunarmanna reikninga og starfsnefnda
  11. Önnur mál

 

Stjórnin.