Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands 2020 verður haldinn kl. 20 miðvikudaginn 27. maí næstkomandi í sal félagsins að Síðumúla 1 í Reykjavík.
Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráherra mega allt að 200 manns koma saman í einu eftir 25. maí og skal gæta að ’tveggja metra reglunni’ eftir því sem við verður komið.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í kraftmiklu starfi félagsins.
Dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins:
- Fundarsetning
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Skýrsla stjórnar og starfsnefnda GÍ
- Reikningar lagðir fram og skýrðir
- Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga
- Ákvörðun félagsgjalds
- Lagðar fram tillögur um lagabreytingar
- Lagðar fram tillögur til ályktunar aðalfundar
- Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og ályktunartillögur
- Kosning stjórnar, skoðunarmanna reikninga og starfsnefnda
- Önnur mál
Stjórnin.