Þúsund þakkir til Helgu Ögmundardóttir fyrir ótrúlega fræðandi og persónulegan fyrirlestur um moltugerð. Þetta var klárlega fyrir ,,lengra komna“ og við sátum gapandi í salnum yfir þeim upplýsingum sem hún deildi með okkur um örverur og sveppi. Yfir 50 manns hlustuðu þótt rúmlega helmingur kysi að sitja heima í stofu, tæknin er dásamleg☺️ Moltugerð er viðfangsefni sem þarf að fara vel yfir og endurtaka. Matjurtaklúbbur GÍ, Hvannir hyggst vera með sýnikennslu fyrir byrjendur(sem og lengra komna) á næstunni og fara yfir aðferðir og reglur í moltugerð. Fylgist vel með og haldið áfram að molta👌🏻
Það gleður okkur að tilkynna áframhaldandi samstarf við Bókasafn Kópavogs. Við munum endurtaka eftirminnilegan plöntuskiptidag á torginu milli safnanna laugardaginn 1.júní. Plöntur og tré, græðlingar og fræ, sáðplöntur og inniblóm, allt gjaldgengt til plöntuskipta. Einnig í boði að skilja eftir gjafaplöntur fyrir þá sem eru að byrja í garðyrkjunni🙏🏻 Gott er að koma með eigin borð til öryggis☺️