Hollráð í Matjurtagarðinum

Matjurtir KFF

7. júní, 2022 frá 17:00 til 18:30

Gestum býðst að fræðast um sáningu, útplöntun og umhirðu krydd- og matjurta auk þess  sem farið verður yfir ráðleggingar varðandi smádýrin í matjurtagarðinum og hvernig sé hægt að nýta það sem til fellur í jarðvegsgerð. Garðyrkjufræðingar Grasagarðsins sjá um fræðsluna og meðlimir úr Hvönnum, matjurtaklúbbi Garðyrkjufélags Íslands verða á staðnum auk Mervi Luoma sem kynnir hvernig hægt er að nýta ágengar plöntur í matargerð.

Samstarfsviðburður Grasagarðs Reykjavíkur, Garðyrkjufélags Íslands og Matjurtaklúbbs GÍ (Hvannir). Fer fram í safndeild nytjajurta í Grasagarðinum í Laugardal. Allir velkomnir.

Free

Grasagarðurinn Laugardal

Vertu þinn eigin sveppabóndi heima í eldhúsi

25. febrúar, 2019 frá 17:30 til 20:00

Mánudaginn 25. febrúar kl 17:30, í Síðumúla 1 í Reykjavík verður Magnús Magnússon frá Emmson ræktunarsetrinu með fræðslu um ræktun Ostrusveppa. 

Ostrusveppir þykja mikið lostæti og njóta ört vaxandi vinsælda hérlendis en það er lítið mál að rækta þá til heimabrúks. Það sem meira er, þá getur þú endurnýtt kaffikorginn þinn og notað sem jarðveg fyrir ræktunina.

Magnús Magnússon, forsprakki sveppaheimaræktenda á Íslandi og eigandi Emmson ræktunarsettursins hefur með góðum árangri ræktað Ostrusveppi um árabil og verið ötull að miðla af reynslu sinni og þekkingu.

Magnús hefur öðlast þekkingu og færni í gegnum eigin reynslu hér heima enn einnig sótt fræðslu í Hollandi, Englandi og í Danmörku.

Lesa má áhugaverða umfjöllun um Magnús  í Bændablaðinu frá árinu 2017 á slóðinni:

https://www.bbl.is/folk/ostrusvepparaektun-i-endurunnum-kaffikorgi/18463/

Fræðslufundurinn er í umsjón matjurtaklúbbs Garðyrkjufélagsins.

Athugið. Hægt verður að kaupa ræktunarsett á meðan birgðir endast.

Gengið er inn í sal garðyrkjufélagsins á jarðhæð frá Ármúla

Salur Garðyrkjufélags Íslands

Síðumúli 1
Reykjavík, 108 Iceland
+ Google Map

Aðalfundur Hvanna Matjurtaklúbbs Garðyrkjufélagsins

18. febrúar, 2019 frá 09:30 til 22:00

Dagskrá samkvæmt lögum klúbbsins. 

Dagskrá aðalfundar

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla um starfsemi félagsins
3. Lagabreytingar
4. Kosning fulltrúa félagsmanna í stjórn
5. Önnur mál

Strax að aðalfundi loknum flytur Jóhanna B. Magnúsdóttir erindi um tómataræktun og ræktun framandi matjurta í gróðurhúsum og gluggakistum.

Allir velkomnir en aðeins skuldlausir félagar í matjurtaklúbbnum hafa atkvæðisrétt á aðalfundinum

Salur Garðyrkjufélags Íslands

Síðumúli 1
Reykjavík, 108 Iceland
+ Google Map
Posted on

Seed: The untold story – Which future will you grow?

Mánudaginn 4. febrúar kl 19:30 verður verðlaunamyndin “Seed: The untold story – Which future will you grow?”, sem fjallar um verndun þúsunda ára gamalla frætegunda og þeirri hættu sem steðjar að fjölbreytileika tegunda á jarðkringlunni.

Áhrifamikil mynd sem lætur engan ósnortinn.

Skoðið eftirfarandi slóð þar sem finna og sjá myndir og hlusta á viðtal við Vandana Shiva: www.seedthemovie.com

Myndasýningin er sýnd að frumkvæði og í umsjón Matjurtaklúbbs Garðyrkjufélagsins.

Inngangseyrir er krónur 750

Allir velkomnir