Fimmtudaginn 21. september kl. 20-21 í sal Garðyrkjufélagsins að Síðumúla 1:
Svavar Skúli garðyrkjufræðingur og Hjördís Rögn garðyrkjunemi sem starfa bæði í Grasagarðinum munu fara yfir helstu atriði við söfnun fræja að hausti.
Viðburðinum verður ekki streymt að þessu sinni því þetta verður meira sýnikennsla og spjall sem erfitt er að flytja um netheima.
Okkur langar að skapa skemmtilegar og opnar umræður um hverju þarf að huga að og útskýra hvernig helstu tegundir í görðunum okkar haga sér þegar kemur að fjölgun.
Spurningar og vangaveltur vel þegnar. Kaffi og kex á kantinum.
Verið hjartanlega velkomin á fimmtudaginn!