Sumarferðin 11. ágúst, 2024
Farðið verður í rútu og fyrsta stopp er Dalvík þar sem skoðaðir verða einkagarðar. Eftir það höldum við inn í Svarfaðardal og heimsækjum garðyrkjubændurna að Syðra Holti. Keyrum síðan hringinn í Svarfaðardal og komum við að Völlum og Hánefsstaðaskógi. Ef tími gefst til verður komið við á fleiri stöðum.
Fararstjóri er Þórarinn Hjartarson frá Tjörn í Svarfaðardal.
Brottför kl. 10.00 frá Verkmenntaskólanum (bílastæðið norðan við skólann) og áætluð heimkoma um kl. 17.00.
Ferðin er ætluð félagsmönnum í Eyjafjarðardeild GÍ og gestum þeirra.
Verð er 7.000.- fyrir hvern einstakling. Innifalið í því er rúta og hádegisverður (súpa, salat og brauð) að Syðra Holti.
Skráning er opin þar til á fimmtudagskvöld, 8. ágúst og fer fram með því að tilkynna þátttöku hér neðan við á fésabókarsíðunni eða í símanúmarið: 845-0203 (Helen). Jafnframt þarf að greiða inn á reikning félagsins: 0566-05-444292; kt: 431008-2030