![](https://gardurinn.is/wp-content/uploads/2024/08/Hamarsteigur_5-e1723554296751.jpeg)
Kæru félagar
María og Erich ætla að vera svo elskuleg að taka á móti okkur í ævintýragarðinum sínum í Mosó, fimmtudaginn 15. ágúst milli kl. 16 og 18.
👉🏻Heimilisfangið er Hamarsteigur 5.
Eftirlæti þeirra eru fjölæringar. Það sést á opnu svæðunum sem umlykja húsið að grænir fingur þeirra hafa ekki stöðvast við lóðarmörkin.
Verið velkomin í garðaskoðun í Mosó á fimmtudaginn!
Fyrir hönd Garðyrkjufélags Íslands,
Hjördís Rögn viðburðarstjóri