Malva sylvestris – Skógarmalva/Skógarstokkrós
250kr.
Fallegt sumarblóm af stokkrósaætt. Blómstrar fjólubláum blómum frá Júní og frameftir sumri upp eftir stöngli. Blómviljug og séu blóm fjarlægð jafnharðan og sölna, má jafnvel búast við blómgun frameftir hausti. Gott að binda við bambus, en getur gengið án stuðnings í góðu skjóli. Þarf sólríkan og skjólgóðan stað með vel framræstum jarðvegi og hefur gott af sumarblóma áburðargjöf. Fallegt blóm og gríðarlega vinsælt hjá hunangsflugum og humlum. Hæð: 80-180cm