Meconopsis betonicifolia ‘Alba’ – Blásól, hvít

250kr.

Blásólin fagra af draumsóleyjarætt er lítið fyrir þurrk, en er harðger og stendur sig oftast best í frjóum, rökum jarðvegi. Þarf ekki sólríkasta staðinn og hentar betur í skjólsælan hálfskugga. Hún er fjölær, en breytilegt hversu langlíf hún verður. Sáir sér nokkuð og getur því oft séð um að viðhalda sér sjálf. Sáning þarf ekki að fara fram í háum hita og spírun gengur oft betur við 10-12 gráður. Blómgun stendur vanalega yfir í júlí, en eftir aðstæðum og árferði getur verið heldur fyrr eða heldur síðar. Hvíta afbrigðið oft heldur minna en blá. Hæð: 80-160cm

Á lager

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0183 Flokkar: , Tag:

Viðbótar upplýsingar

Stærð