Jarðlæg, 5-7 cm há planta með sígræn blöð. Blöðin eru lítil og fagurgræn, tríflipótt, leðurkennd og stinn. Örlítil gulleit blóm, gulgræn og 6-9 saman í sveip. Góð í hleðslur og steinhæðir.
Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."
Vinsamlegast athugið að ef pöntun er undir kr. 3000 þá leggst 700 kr. umsýslugjald á pöntun sem inniheldur fræ. Hins vegar er sendingargjald á fræi ávallt innifalið í verðinu.