Papaver radicatum Subsp. stefanssonii* pink – Stefánssól bleik *

250kr.

Fjölær harðgerð íslensk planta. Blómstrar fölbleikum blómum, blómstrar mikið og langt fram á sumarið.  Þrífst best í sendnum jarðvegi en getur vel þrifist í venjulegri garðamold með nokkuð gott frárennsli en getur þá orðið skammlíf. Getur sáð sér nokkuð en auðvelt að uppræta. Gengur oft undir nafninu bleik melasól.

Afbrigði með fölbleikum  og hvítum blómum nefnast Stefánssól. Þau eru sjaldgæf og sennilega það hvítblóma sjaldgæfara.

Á lager

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0202 Flokkar: , , Tags: ,