Posted on

Önnur garðaskoðun sumarsins

Svala ætlar að opna fyrir okkur garðinn sinn að Kirkjuvegi 19, Selfossi (rétt við Miðbæinn) sunnudaginn 16.júlí frá kl. 15:00-18:00. 
Um er að ræða garð þar sem aldar eru býflugur (Apis mellifera) og ræktun tekur að einhverju leyti mið af því hvað hentar býflugum. 🌼🐝
Helst fer ekkert úr garðinum, allt er endurnýtt. Molta og afrakstur Bokashi er notað í ræktun. Nokkur haugbeð eru í garðinum. A.m.k. 4 tegundir af sírenum, fleder (svartyllir), toppar og japanskir hlynir. Lággróður svo sem jarðaber, hnoðrar og dvergavör nýtast í beðum ásamt kurli til að verjast arfa.

Verið velkomin.