Posted on

Matjurtagarðar á lausu í Gorvík

Garðyrkjufélagið sér um utanumhald og útleigu matjurtagarða Reykjavíkurborgar í Gorvík (Grafaravogi) og þegar þetta er ritað eru þó nokkrir garðar á lausu. Það er því tilvalið að stökkva til núna ef einhverjum vantar viðbótar ræktunarpláss, með útsýni yfir Geldinganesið, Úlfarsfell, Mosfell og á Esjuna. Nú þegar er búið að tæta og garðarnir tilbúnir til útleigu. Athygli er vakin á því að á staðnum er einnig smá leiksvæði fyrir börnin, ef þeim skyldi fara að leiðast ræktunarvinnan.

Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að leigja matjurtagarð á þessum frábæra útsýnisstað.