
Þriðjudaginn 28. febrúar munu þær stöllur Anna Rún Þorsteinsdóttir og Sigríður Embla Heiðmarsdóttir garðyrkjufræðingar fara yfir grunnatriði sáninga í sal Garðyrkjufélagsins.
Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær báðar töluverða reynslu af sáningu og ræktun fjölæringa sem og sumarblóma.
Við erum viss um að allir geti lært sitthvað og uppskorið í kjölfarið blómlegt sumar.
Verið öll hjartanlega velkomin kl. 20:00, það verður heitt kaffi á könnunni og kexkökur með.
Fyrirlestrinum verður streymt fyrir þá sem eiga ekki heimangengt.