Posted on

SUMARFERÐINNI AFLÝST

Garðyrkjufélagið aflýsir hér með sumarferðinni 2020 sem átti að fara um næstu helgi. Ástæðan er einföld: veirufaraldurinn.

Ekki er útlit fyrir að hægt verði að blása til ferðarinnar síðar á þessu sumri, því miður. Við vonumst auðvitað til að geta farið á næsta sumri…

Þeir sem þegar hafa greitt fyrir ferðina geta haft samband við skrifstofu félagsins og fengið endurgreitt.

Með kveðju

Ómar Valdimarsson formaður

Posted on

Samstarfsverkefni

Garðyrkjufélagið býður upp á garðlönd og fræðslu á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Grenndargarðar. 

Samstarf og helstu verkefni sem Garðyrkjufélag Íslands tekur þátt í::

  • Garðyrkjufélagið býður upp á garðlönd og fræðslu á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Grenndargarðar. 
  • Verkefninu Aldingarður æskunnar var formlega hleypt af stokkunum í Steinahlíð við Suðurlandsbraut 2014. Markmið verkefnisins er vekja upp áhuga og löngun yngstu kynslóðarinnar til að rækta og nota nytjaplöntur. Stefnt er að þátttöku sem flestra  sveitarfélaga. Aldingarður Æskunnar var opnaður á Sólheimum 2015 og í Reykjanebæ og á Ólafsfirði 2019.
  • Fulltrúi Garðyrkjufélags Íslands á sæti í stjórn framkvæmdarsjóðs Skrúðs í Dýrafirði. Skrúður, grasa- og trjágarðurinn við Núp í Dýrafirði sem stofnaður sem lifandi kennslustofa af séra Sigtryggi Guðlaugssyni skólastjóra Unglingaskólans að Núpi 1909
  • Garðyrkjufélag Íslands á frumkvæði að stofnun Urtagarðsins í Nesi á Seltjarnanesi og situr fulltrúi félagsins í stjórn hans. Urtagarðurinn er lifandi safn urta sem gegnt hafa hlutverki í lækningum og lyfjagerð og sem nytjajurtir til matar, næringar og heilsubóta að fornu og nýju.
  • Garðyrkjufélagið er í samstarfi við Kópavogsbæ um lifandi plöntusafn í Meltungu í Kópavogi. Hlutverk safnsins er að miðla upplýsingum um tegundir og yrki plantna.
  • Félagið er í samstarfi við Kópavogsbæ og Skógræktarfélags Kópavogs um umhirðu og rekstur Hermannsgarðs sem stofnaður var í minningu Hermanns Lundholm garðyrkjuráðunauts og heiðursfélaga GÍ.
  • Rósagarður Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands er í samstarfi við Reykjavíkurborg og Yndisgróðurs um rekstur Rósagarðs í Laugardal í Reykjavík. Garðurinn var stofnaður til heiðurs Jóhanns Pálssonar, grasafræðings og fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Í rósagarðinum vaxa hundruð tegunda og yrkja sem merktar eru fólki til fróðleiks.
  • Samstafsverkefni er um rekstur Rósagarðs í Höfðaskógi í Hafnafirði milli Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands, Hafnarfjarðarbæjar og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Nokkur hundruð merktar tegundir og yrki rósa vaxa þar villtar í skóglendi.
  • Ávaxtaklúbbur Garðyrkjufélagsins er í samvinnu við Kópavogsbæ og Landbúnaðarháskóla Íslands í tilraunaverkefni við ræktun ávaxtatrjáa í Meltungu í Kópavogi.
  • Aldintrjáa safn opnað á Sólheimum 2015 Samstarfsverkefni GÍ og Sólheima.
  • Samstarfssamningur er á milli Garðyrkjufélagsins og Dalabyggðar um eflingu ræktunarmenningar og útbreiðslu þekkingar í gegnum skólastarf svo og stuðning við ræktun í einkagörðum og í almenningsrými á vegum sveitarfélagsins.
  • Garðyrkjufélagið er aðili að birki kynbóta- og fræverkefninu Emblu í samstafi við Skógræktarfélag Íslands og Skógrækt ríkisins. Með kynbótastarfinu er markmiðið að skapa úrvalsyrki sem henta við ýmsar aðstæður bæði í þéttbýli og í skógrækt.
  • Garðyrkjufélag Íslands er í góðu samstarfi við önnur áhugamannafélög og stofnanir um einstök verkefni svo sem ráðstefnuhald og öflun erlendra fyrirlesara.
  • GÍ vinnur að ýmsum verkefnum á sviði umhverfismála með sveitarfélögum, Sambandi umhverfis- og garðyrkjustjóra, Landgræðsla ríkisins og Grasagarði Reykjavíkur.
  • Með sérstökum stuðningi Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinnur GÍ að þróun garðyrkjumenningar víða um land.

 

Starfsemi félagsins byggir fyrst og fremst á sjálfboðaliðastarfi og á það að sjálfsögðu einnig við um öll ofangreind verkefni. Allir áhugasamir félagsmenn eru eindregið hvattir til að leggja hönd á plóg og tekur stjórn og skrifstofa félagsins ávallt vel í allar hugmyndir um samstarf við aðila og verkefni á þessu sviði.

 

Posted on

Starfsfólk GÍ

Félagið er mannað af sjálfboðaliðum úr röðum félagsmanna, en því til viðbótar er alla jafna starfsmaður í hlutastarfi á skrifstofu félagsins. Hægt er að hafa samband við skrifstofu á opnunartímum, en utan þess má senda tölvupóst á netfang skrifstofunnar: 
gardurinn@gardurinn.is

Kennitala Garðyrkjufélagsins 570169-6539
Bankareikningur 0526-26-5765

 

Posted on

Heiðranir og viðurkenningar

Viðurkenningar GÍ frá upphafi til 2019

wdt_ID ÁR Handhafi Viðurkenning
1 1898 Georg Schierbeck heiðursfélagi
2 1924 Ingibjörg Jónsdóttir ævifélagi
3 1932 Sigtryggur Guðlaugsson, heiðursfélagi
4 1937 Guðmundur Guðmundsson heiðursfélagi
5 1937 Matthías Matthíasson, heiðursfélagi
6 1937 Magnús Benjamínsson heiðursfélagi
7 1944 Guðbjörg Þorleifsdóttir heiðursfélagi
8 1948 Hjaltlína Guðjónsdóttir heiðursfélagi
9 1948 Margerethe Shiöth heiðursfélagi
10 María Eyjólfsdóttir heiðursfélagi
ÁR Handhafi Viðurkenning
Gulllauf Garðyrkjufélags Íslands
Posted on

Sumarhúsaklúbburinn

FJÁRHUSTUNGA 8 @GLÁMA-KÍM (https://www.glamakim.is/)

Lög sumarhúsaklúbbsins: 

1. gr.   

Nafn klúbbsins er Bjarkir – Sumarhúsaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands. Heimilisfang hans er að Frakkastíg 9, 101 Reykjavík.

Klúbburinn er hluti af starfsemi GÍ.

2. gr.   

Markmið klúbbsins er að stuðla að fjölbreytilegri ræktun gróðurs í sumarhúsalöndum.

Til að ná því markmiði ætla klúbbfélagar að:

–     Safna saman þekkingu og reynslu víðsvegar af landinu.

–     Miðla þekkingu með fundum, fyrirlestrum og skrifum m.a. í Garðyrkjuritinu og á vefsíðu GÍ.

–     Standa fyrir skoðunarferðum.

3. gr.  

Innganga í klúbbinn er eingöngu heimil félögum í Garðyrkjufélagi Íslands sem heldur skrá um klúbbfélaga. Hjón og sambýlisfólk hafa  sameiginlega aðild að klúbbnum.

4. gr.   

Aðalfund Bjarka skal halda í febrúar ár hvert. Boða skal fundinn skriflega með minnst 14 daga fyrirvara.

5. gr.   

Stjórnina skipa formaður, varaformaður og einn meðstjórnandi. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn samkvæmt uppástungu frá  a.m.k. tveim fundarmönnum.

Formaður er kosinn í fyrsta sinn til tveggja ára en varaformaður og meðstjórnandi sitja aðeins eitt ár fyrsta árið og síðan eru þeir kosnir til tveggja ára eftir það. Hætti formaður störfum á kjörtímabilinu tekur varaformaður við en kjósa skal formann á næsta aðalfundi. Hætti aðrir stjórnarmenn jafnframt störfum tekur formaður Garðyrkjufélagsins við stjórn klúbbsins og skal hann boða til aðalfundar eigi síðar en mánuði frá því stjórn hætti störfum.

6. gr.  

Klúbbfélagar skulu greiða félagsgjald G.Í. og auk þess sérstakt árgjald til klúbbsins sem nemur u.þ.b. 15% af félagsgjaldi GÍ. Skrifstofa G.Í. sér um fjármál klúbbsins. [Ath. með breytingum á lögum Garðyrkjufélags Íslands í apríl 2023 er árgjald klúbba nú innifalið í árgaldi félagsins.]

7. gr.

Lagabreytingar öðlast þá fyrst gildi þegar stjórn Garðyrkjufélags Íslands hefur samþykkt þær.

Samþykkt á aðalfundi 15. mars 2005.

Posted on

Sígræniklúbburinn

Mynd af vefnum http://sumarogsol.blogspot.com/

Sígræni klúbburinn er starfræktur innan Garðyrkjufélags Íslands. Viðfangsefni klúbbsins eru sígrænar plöntur (s.s. lyngrósir, lim, sýprusar, greni, furur, þallir, þinir, hnoðrar, húslaukar, lyng, einir, sneplur, sópar, hærur, drottningar ofl.)
Helstu viðfangsefni klúbbsins eru að finna sígrænar plöntur eða yrki og miðla fróðleik um þær. Við íslendingar höfum ágæta reynslu af sígrænum plöntum en úr miklu er að moða svo við getum svo sannarlega átt skemmtilega tilraunatíma á komandi árum.

Fróðleiksmolar, skemmtisögur og flottar myndir af sígrænum gróðri er það sem við viljum helst sjá. Endilega sendð okkur skemmtilegt efni á:

https://www.facebook.com/sigraeniklubburinn

sigraeniklubburinn@gmail.is


Ekki gleyma að skrá ykkur í Sígræna klúbbinn svo ekkert sígrænt fari fram hjá ykkur 


Allir þeir sem eru meðlimir í Garðyrkjufélagi Íslands geta skráð sig í klúbbinn.

Félagsgjald Sígræna klúbbsins er innifalið í árgjaldi Garðyrkjufélagsins.

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á sigraeniklubburinn@gmail.com, hringja í 552 7721 eða senda póst á gardurinn@gardurinn.is (skrifstofa GÍ).

Posted on

Matjurtaklúbburinn

Lög Matjurtaklúbbsins:


1. gr.    Nafn klúbbsins er Hvannir – Matjurtaklúbbur GÍ

2. gr.   Markmið klúbbsins er að auka ræktun og þekkingu á mat- og kryddjurtum. Til að ná því markmiði ætla klúbbfélagar að: Safna saman þekkingu og reynslu í ræktun mat- og kyddjurta hérlendis. Miðla þekkingu með skrifum og fyrirlestrum. Standa fyrir skoðunarferðum fyrir klúbbfélaga. Standa fyrir fræðslu í matargerð matjurta. Stuðla að því að Hvannir – Matjurtaklúbbur verði vettvangur til fræðslu og gleði fyrir félagsmenn.

3. gr.  Innganga í klúbbinn er heimil félögum í Garðyrkjufélagi Íslands sem heldur skrá um félagsmenn.

4. gr.    Aðalfund skal halda í september ár hvert. Boða skal fundinn skriflega með minnst 14 daga fyrirvara.

5. gr.    Stjórnina skipa formaður, varaformaður og einn meðstjórnandi. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn, samkvæmt uppástungu frá a.m.k. tveim fundarmönnum. Formaður er kosinn í fyrsta sinn til tveggja ára en varaformaður og meðstjórnandi sitja aðeins eitt ár fyrsta árið og síðan eru þeir kosnir til tveggja ára eftir það. Hætti formaður störfum á kjörtímabilinu tekur varaformaður við en kjósa skal formann á næsta aðalfundi. Hætti aðrir stjórnarmenn jafnframt störfum tekur formaður Garðyrkjufélagsins við stjórn klúbbsins og skal hann boða til aðalfundar eigi síðar en mánuði frá því stjórn hætti störfum.

Samþykkt á stofnfundi klúbbsins 23. september 2003.

Garðarnir í Gorvík eru með Facebook síðu: Gorvík Grafarvogi

Posted on

Ávaxtaklúbburinn

Perutré að gefa góða uppskeru í Grasagarði Chicago

Ávaxtaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands er opinn öllum meðlimum Garðyrkjufélagsins.

Klúbburinn var stofnaður með það í huga að efla ræktun og auka þekkingu á ávaxtatrjám og berjarunnum. Undanfarin ár hefur hann m.a. staðið fyrir innflutningi á nýjum áhugaverðum ávaxtaplöntum ásamt fræðslufundum og námskeiðum um ræktun, umhirðu og ágræðslu ávaxtatrjáa. Einnig var árið 2015 stofnað til Yrkjasafns ávaxtatrjáa að Sólheimum, sem er samstarfsverkefni klúbbsins og sjálfbæra samfélagins sem þar býr.

Klúbburinn er með hóp á facebook sem var upprunalega hugsaður sem umræðusvæði meðlima. Hópurinn hefur síðan þróast yfir í að vera almennur vettvangur til að skiptast á upplýsingum um allt sem viðkemur ávaxta- og berjarækt.

https://www.facebook.com/groups/avaxtaklubbur

Í dag er ávaxtaklúbburinn í dvala og heldur sig á áðurnefndum umræðuhóp þar til tími kemur til að setja aftur aukinn kraft í starfsemina.