Kæru félagar
Nú er matsveppatíðin hafin🍄🟫🍄🟫🍄🟫
Mánudaginn 26.ágúst kl. 17-19
Hólmsheiði (nánari staðsetning síðar)
Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur hjá Landi og skógum ætlar að fræða okkur um hverju ber að horfa eftir en einnig hvað ber að varast þegar við tínum matsveppi. Við förum svo öll með eigin körfu eða ílát út í skóg og gott er að hafa góðan hníf meðferðis. Í lokin tökum við spjall og berum saman hvað við fundum.