Posted on

Kartöfluútsæði — allt er uppselt

Heil og sæl kæru félagar, nú er komið að því að panta kartöfluútsæði.

Útsæðið kemur að norðan og opnað verður  fyrir pantanir í vefverslun félagsins https://gardurinn.is/vefverslun/ kl. 20 í kvöld.

Opið verður fyrir pantanir í eina viku, dagana 16. – 23. apríl. 

Athugið að sumar tegundir eru í takmörkuðu magni og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Útsæðinu er pakkað í 500 gr. poka og hver og einn getur pantað einn poka af hverri tegund. Sama verð er á öllum tegundum, 600 kr.

Tegundir og verð sem eru í boði þetta árið eru eftirfarandi:
•            Ben Lomond                        Ljósar, egglaga og góðar bökunarkartöflur.
•            Blálandsdrottningin         Hnöttóttar með djúp augu og ljóst mjölmikið kjöt.
•            Kóngabláar                         Bláar og fallegar.
•            Rauðar norskar                  Rauðar og bragðbóðar.
•            Rússneskar frá Síberíu    Hvítar og fallegar, hafa lengi verið ræktaðar í Eyjafirði.

Allar pantanir verður að sækja á skrifstofu félagsins, Síðumúla 1. Félagar fjarri höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að nýta sér ferðir vina og ættingja ef hægt er og því miður er ekki í boði að póstsenda útsæðið.  

Sendur verður póstur á félagsmenn hvaða daga verður hægt að sækja pantanir og einnig verður tilkynning á heimasíðunni, gardurinn.is.

Félagar sem hafa áhuga á að aðstoða við pökkun á útsæðinu eru hvattir til að senda póst á gardurinn@gardurinn.is, allar auka hendur vel þegnar. 

Pökkun og afgreiðsla er líkleg til að fara fram síðustu helgina í apríl.