Posted on

Vetrarsáning matjurta

Sýnikennsla: Hvað er vetrarsáning og hvernig stöndum við að henni?
Fimmtudaginn 27. febrúar kl. 19:30 í sal Garðyrkjufélagsins að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).
Fanney Margrét Jósepsdóttir, formaður Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélagsins sýnir hvernig best er að standa að vetrasáningu matjurta. Farið verður yfir helstu kosti vetrarsáningar en einnig hvenær og fyrir hverju á að sá.
Þá ætlar hún að sýna einfaldar aðferðir sem allir geta prufað og framkvæmt heima.
Öll hjartanlega velkomin og erindið er ókeypis.