
Sumarferðin í ár verður farin á Suðurlandið þriðjudaginn 26.júlí. Að vanda verða fögur svæði og garðar heimsótt og fer rúta frá skrifstofu félagsins í Síðumúla. Nánari upplýsingar von bráðar.
Einnig minnum við á sumarlokun skrifstofu, fræbanka og vefverslunar en lokað er frá og með 1.júlí til 3. ágúst.