Á næstu vikum gengst Garðyrkjufélagið fyrir röð opinna fræðslufunda um sitthvað sem huga þarf að í garðinum. Fróðasta fólk GÍ stýrir þessum fundum og verður til svara um hvaðeina sem upp kann að koma.
Þessir fundir verða um fjarfundabúnað (Zoom) og eru öllum opnir. Fyrir hvern fund birtir félagið slóðina inn á hvern fund á heimasíðu sinni (www.gardurinn.is) og Facebook-síðu félagsins (https://www.facebook.com/gardurinn). Þaðan verður einfalt og auðvelt að hefja þátttöku.
Öll fræðslukvöldin hefjast kl. 20 og standa í 30-45 mínútur.
Efni |
Dags |
Umsjón – málshefjandi |
Sáning fjölæringa og sumarblóma |
25/3 |
Guðríður Helgadóttir |
Forræktun matjurta |
29/3 |
Konráð Lúðvíksson |
Trjá- og runnaklippingar |
30/3 |
Ágústa Erlendsdóttir |
Vetrarstiklingar |
6/4 |
Eggert Aðalsteinsson |
Umpottun pottaplantna |
8/4 |
Guðríður Helgadóttir |
Sáning runna- og trjáfræja |
13/4 |
Sveinn Þorgrímsson |
Íslenskar plöntur í heimagarðinn |
4/5 |
Guðríður Helgadóttir |
Pöddur (góðar og vondar) inni og úti |
11/5 |
Bryndís Björk Reynisdóttir |