Trillium kurabayashii – Þristategund án íslensks heitis

250kr.

Fjölær jurt. 30-40cm. Best í hálfskugga í djúpu, rökum en framræstum, frjóum, húmusríkum jarðvegi. Tilvalin í skógarbotn. Blómstrar djúpvínrauðu að vori eða snemma sumars. Laufin aðeins mynstruð.

Þristar taka sér oft dágóðan tíma til að koma sér vel fyrir og eru því plöntur fyrir þolinmóða. Frá sáningu geta liðið nokkuð mörg ár áður en plantan er sátt og byrjar að blómstra.

Fræin er best að láta liggja í vatni fyrsta sólarhringinn og sá svo í pott í skjóli, í skugga, þar sem moldin getur haldist rök. Strá 2-3cm af mold yfir fræin. Þristafræ þurfa oftast flókin skipti af heitu og köldu í mislangan tíma, í rökum jarðvegi til að spíra. Spírun er því oftast að vori, ári eftir sáningu, jafnvel 2.

Nánar má lesa um þrista hér: https://gardurinn.is/blom-vikunnar-med-gurry-trillium-thristar/ 

Á lager

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0719 Flokkar: , Tags: , ,