Papaver radicatum Subsp. stefanssonii* pink – Stefánssól bleik *
250kr.
Fjölær harðgerð íslensk planta. Blómstrar fölbleikum blómum, blómstrar mikið og langt fram á sumarið. Þrífst best í sendnum jarðvegi en getur vel þrifist í venjulegri garðamold með nokkuð gott frárennsli en getur þá orðið skammlíf. Getur sáð sér nokkuð en auðvelt að uppræta. Gengur oft undir nafninu bleik melasól.
Afbrigði með fölbleikum og hvítum blómum nefnast Stefánssól. Þau eru sjaldgæf og sennilega það hvítblóma sjaldgæfara.