Viðbótar upplýsingar
Stærð |
---|
250kr.
Sum apablóm geta lifað til fárra ára, en eru oftast ræktuð sem sumarblóm. Blómgun byrjar á miðju sumri og heldur vanalega áfram fram á haust. Sáir sér nokkuð og þau fjölæru dreifa sér einnig með jarðlægum renglum. Mörg afbrigði í ræktun og blandast auðveldlega en hin upprunalega tegund er gul að lit. Kýs meðalrakan, frjóan jarðveg og vex auðveldlega villt í votlendi. Eftir aðstæðum getur apablóm verið ýmist með liggjandi stöngla og þá í kringum 10-15cm að hæð, en með stuðning til að vaxa upprétt getur það náð 80cm.
Out of stock
Stærð |
---|