Mimulus guttatus – Apablóm

250kr.

Sum apablóm geta lifað til fárra ára, en eru oftast ræktuð sem sumarblóm. Blómgun byrjar á miðju sumri og heldur vanalega áfram fram á haust. Sáir sér nokkuð og þau fjölæru dreifa sér einnig með jarðlægum renglum. Mörg afbrigði í ræktun og blandast auðveldlega en hin upprunalega tegund er gul að lit. Kýs meðalrakan, frjóan jarðveg og vex auðveldlega villt í votlendi. Eftir aðstæðum getur apablóm verið ýmist með liggjandi stöngla og þá í kringum 10-15cm að hæð, en með stuðning til að vaxa upprétt getur það náð 80cm.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0187 Flokkar: , Tag:

Viðbótar upplýsingar

Stærð