Daphne mezereum alba – Töfratré hvítt

250kr.

Smávaxinn lauffellandi runni, sem blómgast áður en hann laufgast. Blómin vanalega bleik eða rósrauð en hér hvít. Oftast greinafár á stuttum stofni og algengur rétt yfir eða undir metershæð. Plöntunni er illa við flutning og bregst ekki endilega vel við klippingum. Safinn er ertandi og getur stundum valdið exem útbrotum. Sé plantan borðuð getur hún orsakað eitrunaráhrif, sem byrja vanalega með magakveisu. Best í sól eða hálfskugga og rökum jarðvegi, má vera nokkuð þungur og leirkenndur. Sérlega góð planta fyrir hunangsflugur/humlur/býflugur. Blómin eru falleg og hafa sætan ilm og koma mjög snemma vors. Síðsumars má svo dást að fallegum berjunum, þó ekki sé ráðlegt að hafa þau nærri matjurtaræktun en séu mjög ung börn á heimilinu er oft ráðlagt að fjarlægja berin áður en þau náu fullum þroska. Þó þau séu afar bragðvond, getur ungum börnum oft þótt spennandi að smakka á einhverju svona fallegu. Fuglarnir eru þó afar hrifnir af þessum berjum. Plantan hefur einnig gengið undir nafninu Týsbast.
Öll plantan EITRUÐ og berin mjög EITRUÐ.

Á lager

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0564 Flokkar: , , Tag: