Cytisus purgans – Geislasópur
250kr.
Geislasópur er nokkuð harðgerður runni sem fer sjaldan mikið yfir meter að hæð. Þarf mikla sól og gott skjól frá vindi. Blómstrar allajafna í maí/júní og stundum aftur að hausti. Mjög blómviljugur, sérstaklega ef gætt er að veðurfarsaðstæðum og honum haldið í rýrum, þurrum, helst sendnum jarðvegi. Nýtur góðs af vetrarskjóli, sérstaklega fyrstu árin. Áburður eða frjósamur jarðvegur getur m.a. minnkað blómgun og aukið kal. Kýs kalkríkan eða basískan jarðveg framyfir súran. Ekki beint sígrænn, en greinarnar eru grænar og geta ljóstillífað að vetri til, líkt og með flesta sópa. Má klippa, en oftast ráðlegt að sleppa klippingum og leyfa honum að vaxa nokkuð frjálst. Talinn einna harðgerastur af sópunum, en þó er nokkur yrkismunur.