Viðbótar upplýsingar
Stærð |
---|
250kr.
Fjölær. Lágvaxinn, 20-30 cm hár, myndar blaðbreiðu af þéttum blöðum, blómstönglarnir standa upp úr breiðunni. Blómin eru lútandi, frekar stór, ljósblá í botninn og hvít með stutta krókbogna spora. Þrífst í frekar léttum rakaheldum jarðvegi en vel framræstum í sól eða hálfskugga. Fræi sáð við frekar lágt hitastig og hulið lítilega. Spírun getur tekið nokkrar vikur. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blómstra ekki á fyrsta ári. Vatnsberi/Sporasóley frjóvgast með opinni frjóvgun og getur því víxlfrjóvgast við aðrar vatnsberategundir.
Stærð |
---|