Aquilegia longissima – Silkivatnsberi

250kr.

Fjölær. Hæð 70-90 cm. Blómstrar gulum blómum með löngum sporum í ágúst. Þrífst í léttri vel framræstri næringarríkri garðamold og sól. Frekar viðkvæmur. Fræi sáð við 20-22° C. Fræ spírar yfirleitt á nokkrum mánuðum en getur verið óregluleg. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blómstra ekki á fyrsta ári. Vatnsberar geta sáð sér talsvert og sé þess ekki óskað er ráðlegt að klippa blómstöngla af að blómgun lokinni. Vatnsberi/Sporasóley frjóvgast með opinni frjóvgun og getur því víxlfrjóvgast við aðrar vatnsberategundir. Ranunculaceae/Sóleyjaætt. Plöntur af sóeyjaætt eru allar að einhverju leyti eitraðar en mis mikið.

Out of stock

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0568 Flokkar: , , Tags: ,