Aquilegia jonesii – Klettavatnsberi
250kr.
Fjölær. Hæð 10-20 cm. Blómgun júlí. Blómlitur blár. Þrífst best í sól og vel framræstum kalkríkum grýttum jarðvegi. Fræi sáð við lágt hitastig, fræ er ekki hulið. Spírun óregluleg og getur tekið nokkra mánuði eða jafnvel ekki fyrr en að ári. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blómstra ekki á fyrsta ári. Vatnsberi/Sporasóley frjóvgast með opinni frjóvgun og getur því víxlfrjóvgast við aðrar vatnsberategundir.