Posted on

Kveðja frá Frænefnd

Kæru félagar, vonandi áttuð þið öll blómlegt og gott sumar.

Fræbanki Garðyrkufélagsins opnar aftur eftir sumarfrí 1. september n.k. og í tilefni af því langar okkur í frænefndinni að minna ykkur á að huga að fræsöfnun í ykkar nærumhverfi. Fræbankinn stendur og fellur með frægjöfum frá félögum. Án ykkar framlags væri enginn fræbanki.

Kær kveðja

Bergljót Kristinsdóttir
Kristín Hallgrímsdóttir
Sólveig Aðalsteinsdóttir