Posted on

Jólakveðja frá Garðyrkjufélagi Íslands

Garðyrkjufélag Íslands sendir félagsmönnum sínum og öðrum landsmönnum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ræktunarár. Kærar þakkir fyrir gróskumikið samstarf, blómlegar heimsóknir, líflega viðburði og blómstrandi garðrækt á árinu sem er að líða. Við göngum spennt til leiks á afmælisári félagsins en á vordögum 2025 fagnar Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli sínu. Njótið hátíðanna og munið að vorsáningarnar eru rétt handan við hornið.

Bestu hátíðarkveðjur
Stjórn Garðyrkjufélags Íslands