Höf. Kristján Friðbertsson
Alla hluta ársins er hægt að finna sér eitthvað garðyrkjutengt að gera og oftar en ekki hægt að finna eitthvað til að dásama. Við notum því síðsumarið til að njóta. Fleira er þó fallegt en blómin. Haustlitir spila æðislega sinfóníu fyrir okkur og um svipað leiti má oft finna fögur fiðrildi sem hafa flækst hingað með haustlægðunum.
Hvert ár hefur 52 vikur og því tók ég sama fjölda mynda og smellti hér inn í nokkrum skömmtum. Tilvalið þótti mér að bjóða ykkur upp á smáréttahlaðborð með nokkrum bitum frá árinu 2019 og kemur því þriðji skammtur af 4 hér. Reyndar bættust nokkrir konfektmolar við á lokametrunum, svo við förum kannski rétt aðeins yfir 52stk.
En, við ætlum ekki alveg að skella okkur í haustið strax. Núna er komið að fyrri uppskerumánuðinum, ágúst. Athugið að myndirnar stækka, sé smellt á þær. Í sumum tilfellum er það nauðsynlegt til að sjá alla myndina.