
Garðyrkjuritið 2019 er komið út. Útgáfa Garðyrkjuritsins í ár markar tímamót, þar sem ritið er í stærra broti en verið hefur. Ritið hefur þótt fallegt í broti og eigulegt, gert er ráð fyrir að svo verði áfram. Stækkunin er fyrst og fremst hugsuð til að ljósmyndir og annað myndrænt efni njóti sín betur.
Ritið á að hafa borist öllum skuldlausum félagsmönnum um allt land fyrir páska.