Posted on

Garðaskoðun á Selfossi

Kæru félagar,

Nú er komið að þriðju garðaskoðun sumarsins.

Tveir garðar verða opnir á Selfossi föstudaginn 26. júlí milli klukkan 15:00 og 18:00

Opinn garður hjá Svölu að Kirkjuvegi 19, (rétt við miðbæinn). Um er að ræða garð þar sem aldar eru býflugur (Apis mellifera) og ræktunin tekur að einhverju leyti mið af því. Helst ekkert fer úr garðinum, allt er notað til uppgræðslu. Nokkur haugbeð eru í garðinum en Svala gefur okkur góð ráð um nýtingu. Nýgerð molta (frá í maí úr Bokashi og spæni) til sýnis, hitastigsmælingar og innihaldslýsingar á spjaldi. Allavegana 4 tegundir af sýrenum, fleder (svartyllir), toppar og japanskir hlynir. Lággróður t.d. jarðarber, hnoðrar, dvergavör og fleira nýtist í beðum ásamt kurli til að verjast arfa. 

Einnig verður opinn tilraunagarður Emblu (Gardalif.is) hjá foreldrum hennar að Engjavegi 67. Þar hefur hún safnað fjölærum tegundum frá því áhugi vaknaði á þeim árið 2013. Nú eru tegundirnar orðnar 135. Garðurinn er með villt yfirbragð sem fær takmarkaða umhirðu. Sú regla hefur verið sett að ekkert fer út úr garðinum og því hafa ýmsar leiðir verða prófaðar til að nýta afurðir hans. Þetta er fullkominn tími að sjá garðinn þar sem flest er í blóma á þessu tímabili. 

Hér getum við svo sannarlega lært sitthvað🌻 

Verið velkomin til Svölu og Emblu á Selfossi☀️