Posted on

Frælisti Rick Durand

Afgreiðsla er hafin á fræjum sem Rick Durand hefur sent Garðyrkjufélaginu frá Kanada. Frælistinn var sendur til félaga í síðustu viku, viðbrögð hafa verið mjög góð og fjöldi pantana þegar borist.

Uppfærður frælisti hér

Eingöngu félagsmenn Garðyrkjufélagsins geta pantað af frælistanum.

Rick Durand var gestur Garðyrkjufélagsins í september. Í sendingunni er úrval fræja sem var handsafnað af tegundum og yrkjum sem eiga að henta fyrir kaldari landsvæði, þ.m.t. harðbýlustu svæði Kanada.

Rósafræin frá Kanada eru af afar áhugaverum uppruna og líklegt að félagar geti haft ánægju af því að prófa sig við ræktun úr þeim. Sum fræjanna hafa nú þegar verið hita- og kaldörvuð (stratified) og hentar því að koma þeim sem fyrst í mold. Þess vegna er félögum boðið að panta þessi fræ sem fyrst, áður en hinn almenni frælisti félagsins er tilbúinn.

Athugið að leiðbeiningar um forörvun trjáfræja er að finna í grein Sveins Þorgrímssonar í Garðyrkjuritinu 2017, bls 62, töflu á bls 68 í greininni, – svo og í meðfylgjandi ágripi frá Rick Durand um rósafræin sérstaklega.

Afgreitt verður af sérlista Rick Durand fram til 20. febrúar. Hver félagi má panta allt að 10 sortum. Eins og venja er, má gjarnan tilgreina fleiri sortir til vara. Pantanir sendist til Garðyrkjufélagsins á netfangið gardurinn@gardurinn.is

Munið að tilgreina fullt nafn og heimilisfang með pöntun til að flýta afgreiðslu.

Greiðslu fyrir fræin, 2.000 kr. má millifæra á reikning félagsins.

Mikilvægt að merkja bankafærsluna með „RD fræ“ í skýringu.

Kt. 570169-6539

Reikn. 0526-26-005765

Pantanir verða afgreiddar til skuldlausra félaga eins fljótt og unnt er.

Með kveðju,

Frænefndin