Árlega er gefur fræbanki Garðyrkjufélagsins út frælista með hundruðum tegunda og yrkja plantna. Á frælista fræbankans 2019 eru um 800 tegundir og yrki, sem er töluvert meiri fjöldi en á síðasta ári.
Helsta uppistaða fræbankans eru fræ sem bankanum berast árlega frá félagsmönnum Garðyrkjufélagsins og öðrum velunnurum.
Ýmsar tegunir eru til í takmörkuðu magni, því gildir bara gamla góða reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“.
Frælistinn er aðgengilegur HÉR
Munið að skrifa kennitölu, fullt nafn, heimilisfang og póstnúmer með pöntun ykkar
Greiðslu fyrir fræin, 1.800 kr. má millifæra á reikning félagsins.
Mikilvægt að merkja bankafærsluna með “Fræ” í skýringu.
Kt. 570169-6539
Reikn. 0526-26-005765
Pantanir verða afgreiddar til skuldlausra félaga eins fljótt og unnt er.