Posted on

Félagaspjall um fræ

Kæru félagar

Við ætlum að hafa skemmtilegt félagaspjall um FRÆ miðvikudaginn 11.september í salnum okkar að Síðumúla 1 og hefst viðburðurinn kl. 20:00.
Hvernig haga plöntur sér og hverju ber að horfa eftir er kemur að fræsöfnun. Þetta verður ekki beint fyrirlestur, heldur ætlum við að skiptast á upplýsingum og reynslusögum. Frænefnd GÍ verður á staðnum ásamt Hjördísi Rögn sem hefur það að atvinnu þessa dagana að tína blómafræ í Grasagarði Reykjavíkur.

Við hvetjum fólk til að koma með fræbelgi með sér sem á eftir að hreinsa og við skoðum þá í sameiningu.

Hlökkum til að hitta ykkur, læra saman og bæta í fræbankann okkar.