Posted on

Jólaskreytingar

Þriðjudaginn 25. nóvember kl. 17-19 í garðskála Grasagarðsins í Laugardal

Í aðdraganda aðventunnar halda garðyrkjufræðingar Grasagarðsins og meðlimir í Garðyrkjufélagi Íslands námskeið í garðskála Grasagarðsins um jólaskreytingar úr náttúrulegum efniviði.

Fáið góð ráð varðandi útfærslur á jólaskreytingum og leiðisskreytingum auk þess sem handtökin við kransagerð úr birki verða kennd.
Þátttakendur koma sjálfir með það efni sem þeir hyggjast nota, svo sem hringi, bönd, vír, sígrænt efni og annað skraut auk greina- og vírklippa en einnig verður lítil efnisveita á staðnum með öðru náttúrulegu efni, s.s. birki.
Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn.

Með kærum kveðjum;
Garðyrkjufélagið og Grasagarðurinn