Posted on

Garðyrkjuspjall með Gurrý

Kæru félagar!
Í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1
Tími: Þriðjudagur 14. janúar kl. 20:00-21:30

Við ætlum að byrja þetta afmælisár á garðyrkjuspjalli og kaffi með okkar einu sönnu Gurrý en hún ætlar sjálf að baka fyrir okkur eins og ,,fermetra af marengs“ (hennar orð). Við ætlum að láta okkur dreyma um vorið og fara yfir hvað við getum gert skemmtilegt á árinu. Garðyrkjufélagið á 140 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni langar stjórn félagsins að bjóða félögum til skrafs og ráðagerða um helstu verkefni félagsins. Ef þið hafið hugmyndir um það hvað ykkur finnst að félagið eigi að gera á árinu í tilefni afmælisins, hvaða verkefnum félagið eigi almennt að sinna eða viljið koma öðrum hugmyndum á framfæri þá er tilvalið að mæta í kaffispjallið á þriðjudaginn.
Hittumst kæru félagar og eigum ljúfa stund saman!