Delphinium Pacific Hybr. ‘King Arthur’ Premium op – Riddaraspori ‘King Arthur’

250kr.

Fjölær. Hæð allt að 160 cm. Blóm hálffyllt dökkfjólublá með hvítri miðju í júlí-ágúst.  Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkri en vel rakaheldri framræstri garðamold, nýtur góðs af húsdýraáburði að hausti og fljótandi áburði að sumri. Hefur nokkuð svera stilka miðað við aðra riddaraspora en þarf samt stuðning og skjólgóðan stað. Riddaraspori er breytileg tegund af  sóleyjarætt. Planta og fræ eru eitruð.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0540 Flokkar: , Tag: