Posted on

Hvernig var árið 2019? – 4. þáttur

Höf. Kristján Friðbertsson

Haustin gefa okkur rok og rigningu í bland við litadýrð trjáa sem hvert af öðru hefur vegferð sína í átt til vetrardvala. Veturinn róar rokið, en færir okkur í stað snjóþunga og frost. Við sjáum sterk tré standa af sér hvert veðrið á fætur öðru, þartil hið óumflýjanlega gerist og eitthvað brotnar eða fellur. Við fylgjumst með snjóflyksunum skreyta greni og furu og þekja jörð. Í gegnum snjóinn lýsa svo vetrarljósin okkar fallegu. Jólaljós er nefnilega hugtak sem dugar ekki á Íslandi. Við höfum vetrarljós, eða skammdegisljós. Þau fara í gang þegar dagarnir eru orðnir áberandi stuttir og svo slökkt aftur þegar við erum farin að dásama síðvetrarbirtuna.

Smáfuglarnir flykkjast til okkar og narta í epli, korn og annað góðgæti og gleðja okkur um leið. Grýla lætur vita af sér í kertaformi víða og norðurljósin dansa til að minna okkur á græna lit sumarsins. Smám saman bráðnar snjókallinn, vorið fer aftur að nálgast og sumarblómafræin spíra líkt og þeim sé borgað fyrir það.

Hér er að finna lokahluta þessarar myndaseríu og tökum við því fyrir fjóra síðustu mánuði ársins. Við hefjum leika 10 vikum eftir lengsta dag ársins og ljúkum þessu í kringum þann stysta.