Aquilegia vulgaris ‘Plena Alba’ – Skógarvatnsberi ‘Plena Alba’
250kr.
Fjölær. Hæð 40-60 cm. Blómstrar hvítum fylltum blómum. Venjuleg garðmold, ekki of rök, í sól eða hálfskugga. Fræi sáð við 15-20° C. Fræ spírar yfirleitt á 2-6 vikum. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blómstra ekki á fyrsta ári. Vatnsberar geta sáð sér talsvert og sé þess ekki óskað er ráðlegt að klippa blómstöngla af að blómgun lokinni. Vatnsberi/Sporasóley frjóvgast með opinni frjóvgun og getur því víxlfrjóvgast við aðrar vatnsberategundir.