
Skráning er hafin á súrkálsnámskeið miðvikudaginn 6. febrúar, í sal Garðyrkjufélagsins Síðumúla 1. Kennari er Dagný Hermannsdóttir, en hún er reynslubolti í súrkálsgerð og höfundur bókarinnar 'Súrkal fyrir sælkera'. Súrkál er fullt af góðgerlum og stuðlar að heilbrigðri þarmaflóru. Það er vegan og inniheldur lítið af kolvetnum. Þátttakendur læra aðferðir við að sýra grænmeti á einfaldann hátt og fá bækling með uppskriftum. Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda. Skráning og nánari upplýsingar hér.