Sumarferð Garðyrkjufélags Íslands 2021

24. júlí, 2021 frá 09:00 til 19:00

Hin árlega og sívinsæla sumarferð Garðyrkjufélags Íslands verður farin laugardaginn 24. júlí næstkomandi og verður að þessu sinni farið um Borgarfjörð.

Lagt verður af stað frá höfuðstöðvum Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 (Ármúlamegin) kl. 09:00 og ekið sem leið liggur í Borgarnes. Þar verður Skallagrímsgarður skoðaður og einn garður í einkaeign. Komið verður við í gróðrarstöðinni Gleym-mér-ei rétt ofan við Borgarnes þar sem er að finna mikið úrvalfjölærra plantna. Í Gleym-mér-ey tekur Sædís Guðlaugsdóttir, eigandi stöðvarinnar, á móti okkur og býður upp á kaffisopa.

Um hádegi verðum við komin á Fosshótel í Reykholti og snæðum saman staðgóðan hádegisverð, kjötsúpu og kaffi á eftir. Eftir mat leiðir Guðlaugur Óskarsson, fyrrverandi skólastjóri, okkur í allan sannleika um sögu staðarins.

Frá Reykholti liggur leiðin til Hvanneyrar. Þar göngum við um staðinn undir leiðsögn Árna Snæbjörnssonar fyrrum kennara og leiðsögumanns okkar í ferðinni. Þeir sem vilja geta svo kíkt á Landbúnaðarsafnið og í Ullarselið.

Síðasti viðkomustaður er Ferjukot við Hvítá og þar er gaman að fara yfir gömlu Hvítárbrúna. Í Ferjukoti tekur Heba Magnúsdóttir á móti okkur og sýnir sinn fallega heimilisgarð.

Heimkoma um kl. 19:00
Takmarkað sætaframboð.


Verð er 7.200 kr. á mann og greiðist fyrir brottför.
Innifalið rúta, hádegismatur og létt síðdegishressing

Skipulag og leiðsögn: Sigríður Héðinsdóttir og Árni Snæbjörnsson

Skráning í ferðina á hlekk hér að neðan: 
https://forms.gle/Ggo5XX13VQ9428oE7

7200kr