
21. febrúar, 2019 frá 19:30 til 22:00

Aðal- og fræðslufundur Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. kl 19:30 í Síðumúla 1.
Að loknum aðalfundarstörfum og kaffihlé segir Rannveig Guðleifsdóttir frá afar athyglisverðri reynslu sinni í rósarækt og kynnir um leið vefsíðu sína Garðaflóru gardaflora.is sem gefur tilefni til að ræða hönnun á nýrri vefsíðu Rósaklúbbsins sjálfs sem kynnt verður síðar á fundinum.
Hulda Guðmundsdóttir mun svo kynna rósapöntunarlista ársins og sýna í myndum þær rósir sem verða í boði.
Pöntunarlisti og kynningarskjal með myndum hefur þegar verið sent klúbbfélögum í Rósaklúbbnum.
Á listanum eru plöntur bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir, Þar má finna rósir sem þegar hafa reynst vel en eru ekki almennt í sölu hér svo og nýjar og litið reyndar rósir en áhugaverðar – bæði fyrir skjólsæla heimagarða og sumarbústaðalönd. Á listanum er álitlegt úrval Austinrósa og klifurrósa sem spennandi er að reyna.
Allir eru velkomnir en aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundinum.