Gestum býðst að fræðast um sáningu, útplöntun og umhirðu krydd- og matjurta auk þess sem farið verður yfir ráðleggingar varðandi smádýrin í matjurtagarðinum og hvernig sé hægt að nýta það sem til fellur í jarðvegsgerð. Garðyrkjufræðingar Grasagarðsins sjá um fræðsluna og meðlimir úr Hvönnum, matjurtaklúbbi Garðyrkjufélags Íslands verða á staðnum auk Mervi Luoma sem kynnir hvernig hægt er að nýta ágengar plöntur í matargerð.
Samstarfsviðburður Grasagarðs Reykjavíkur, Garðyrkjufélags Íslands og Matjurtaklúbbs GÍ (Hvannir). Fer fram í safndeild nytjajurta í Grasagarðinum í Laugardal. Allir velkomnir.
Mánudaginn 25. febrúar kl 17:30, í Síðumúla 1 í Reykjavík verður Magnús Magnússon frá Emmson ræktunarsetrinu með fræðslu um ræktun Ostrusveppa.
Ostrusveppir þykja mikið lostæti og njóta ört vaxandi vinsælda hérlendis en það er lítið mál að rækta þá til heimabrúks. Það sem meira er, þá getur þú endurnýtt kaffikorginn þinn og notað sem jarðveg fyrir ræktunina.
Magnús Magnússon, forsprakki sveppaheimaræktenda á Íslandi og eigandi Emmson ræktunarsettursins hefur með góðum árangri ræktað Ostrusveppi um árabil og verið ötull að miðla af reynslu sinni og þekkingu.
Magnús hefur öðlast þekkingu og færni í gegnum eigin reynslu hér heima enn einnig sótt fræðslu í Hollandi, Englandi og í Danmörku.
Lesa má áhugaverða umfjöllun um Magnús í Bændablaðinu frá árinu 2017 á slóðinni: