
Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands var stofnaður 22. apríl 2002. Allir félagar Garðyrkjufélags Íslands geta gengið í Rósaklúbbinn. Hjón og sambýlisfólk geta haft sameiginlega aðild að klúbbnum. Félagsgjald er innifalið í félagsgjaldi Garðyrkjufélagsins. Í apríl 2024 voru 365 félagar skráðir í klúbbinn.
Heimasíða Rósaklúbbsins er í vinnslu og verður opnun síðunnar kynnt á vef GÍ.