Lög Rósaklúbbsins:

1. gr. Nafn klúbbsins er Rósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands.
Heimilisfang Frakkastíg 9, 101 Reykjavík. Klúbburinn er hluti af starfsemi GÍ.

2. gr. Markmið klúbbsins er að auka ræktun og þekkingu á rósum. Til að ná því markmiði ætla klúbbfélagar að:

     1. Safna saman þekkingu og reynslu í ræktun rósategunda og yrkja hérlendis.

  1. Afla reynslu á áður óreyndum rósayrkjum.

  2. Hafa milligöngu um innflutning og ræktun á rósum.

  3. Mynda samband við rósafélög í nágrannalöndunum, t.d. Nordisk Rosenselskab.

  1. Miðla þekkingu með skrifum og fyrirlestrum.

  2. Standa fyrir rósaskoðunarferðum og sýningum fyrir klúbbfélaga og almenning.

  1. Efla alla þá menningu sem vegsamar rósir.

  2. Stuðla að því að Rósaklúbburinn verði vettvangur til fræðslu og gleði fyrir félagsmenn sem hafa áhuga á rósum.

3. gr. Innganga í klúbbinn er eingöngu heimil félögum í Garðyrkjufélagi Íslands sem heldur skrá um félagsmenn. Hjón og sambýlisfólk hafa sameiginlega aðild að klúbbnum.

4. gr. Aðalfund Rósaklúbbsins skal halda í febrúar ár hvert. Boða skal fundinn skriflega með minnst 14 daga fyrirvara.

5. gr. Stjórnina skipa formaður, varaformaður og þrír meðstjórnendur. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn, samkvæmt uppástungu frá a.m.k. tveim fundarmönnum.