Viburnum alnifolium/lantanoides – Elgsrunni

250kr.

Blaðfallegur, blómstrandi runni. Blómstrar snemmsumars hvítum til ljósbleikum sveipum sem minna á smærri útgáfu af hortensíu blómum. Myndar æt rauð ber, sem verða svo svört þegar eru fullþroska. Fallegir rauðir haustlitir. Kýs næringarríkan, rakan jarðveg. Nær 2-3metra hæð. Látið fræið liggja í vatni í ca 24klst. Hægt er að sá út að hausti, en getur þá tekið 2ár að spíra. Betur gefst að setja í lítinn plastpoka ásamt smávegis af rakri, hreinni pottamold og/eða fíngerðum vikri. Geyma pokann við stofuhita í ca 5 mánuði og fylgjast með honum inn á milli, til að grípa fræin ef þau hafa byrjað að spíra og til að fjarlægja myglu ef einhver slík kemur upp. Eftir þetta er hægt að sá fræjunum í pott á miðjum vetri og setja út, eða setja pokann inn í kæli í ca 2,5-3mánuði og sá að þeirri meðhöndlun lokinni. Við sáningu er heppilegt að hylja fræið með ca 5-6mm af mold.

Á lager

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0891 Flokkar: , , Tags: ,