Tragopogon porrifolius – Hafursrót, svört

250kr.

Matjurt. Blómstrar fallegum blárauðum blómum, en þó oftar ræktuð til neyslu. Rótin er ýmist sögð nokkuð bragðsterk, jafnvel beisk en öðrum stundum svipuð asparagus/spergli. Algengt er að sjóða hana fyrir neyslu, en aðalmálið þó að leyfa henni að frjósa um haustið áður en að uppskeru kemur, til að bæta bragðið. Plantan er tvíær og sé hún ræktuð fyrir blómin, þarf að bíða seinna árs. Eftir blómgun verður rótin óæt, svo velja þarf vandlega hvort maður vill. Fyrsta sumarið er bara blaðvöxtur, en blöðin má borða hvort heldur sem er hrá eða elduð. Ræktun á hafursrót er annars sambærileg við ræktun á gulrótum. Þarf lausan jarðveg og nokkuð djúpan. Þolir amk létt frost, en sé ætlunin að dást að blómunum, gæti verið betra að hún sé gróðursett í frostlausum skála.

Out of stock

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0431 Flokkar: , Tag:

Viðbótar upplýsingar

Stærð